Kláðamaur

Hvaða lyf eru til við kláðamaur.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Meðferð við kláðamaur felst í að bera lyf/krem á húðina, Tenutex, en það fæst í lausasölu í apótekum.  Hafir þú grun um kláðamaurssmit er ráðlegt að leita til heilsugæslunnar eða húðsjúkdómalæknis til að fá greiningu.

 

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur