Kláðamaur

Getur fólk fengið kláðamaur án þess að hafa stundað kynlif i langan tima

Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Kláðamaur smitast með náinni snertingu og er því kynlíf vissulega algeng smitleið kláðamaurs. Kláðamaur getur þó einnig smitast við aðrar athafnir sem fela í sér nána eða mikla snertingu, svo sem við umönnun eða íþróttir, auk þess sem smit getur átt sér stað ef rúmfatnaði eða handklæði er deilt. Því er óhætt að fullyrða að fólk geti fengið kláðamaur þrátt fyrir að kynlíf sé ekki stundað til langs tíma.

Gangi þér vel

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur