Kjallaravandi

Sæl
Ég átti barn fyrir rúmum 6 mánuðum og byrjaði fljótt a blæðingum (C.a.2-3man eftir fæðingu) en þær voru j rugglinu það ss voru alltaf svona milli blæðingar (brún rauð útferð áður en eg byrjaði almennilega a blæðingum en svo þegar eg byrjaði a blæðingum 16des til 25des þa var eg a blæðingum i 10 daga og liðu bara 11dagar þangað til að eg byrjaði aftur og byrjaði svo aftur 5jan til 12 jan og þa liðu 10 dagar þangað eg byrjaði aftur sem var 22 jan til 2feb og þa var eg 12 daga a blæðingum.

Getur þetta verið eðlilegt eftir barnsburð ? Með von um svar sem fyrst

Með fyrir fram þökk

Sæl og til hamingju með barnið

það verður að segjast að þetta eru meiri blæðingar en vanalegt er. Það kemur ekki fram hjá þér hvort að þú hefur verið með barnið á brjósti en það er mjög eðlilegt að byrja fljótlega eftir að brjóstagjöf sleppir en oftast fara blæðingar sjálfkrafa í sinn fyrri farveg eins og áður en þú varðst ófrísk. Þetta er líkast til tímabundin  óregla á hormónum en ef þetta fer ekki að lagast ættir þú að ráðfæra þig við lækni.

Gangi þér vel