kjálki

hæhæ.. það brakar/smellur rosalega í kjálkanum á mér.
mig verkjar næstum á hverjum degi, sumir dagar eru betri en aðrir og svo hinir dagarnir getur verkurin orðin það mikil að ég get ekkert gert nema grenja úr mér augun og taka verkja lyf sem virka ekkert svo vel. verkurin er verstur þegar ég borða, geispa og ef ég ligg(sef) og mikið á hliðini.. verkurin er ver öðrum megin, en munar ekki svo miklu.
ég er búin að vera svona í nokkur ár núna og er alveg að verða geðveik..
fyrir fram þakkir fyrir alla hjálp 🙂

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Brak í liðum bendir til þess að þú sét „laus“ í liðnum. Það er ekki gott að láta braka í liðum vegna þess að við það nuddast beinendarnir, sem er húðaðir með brjóski  saman og smám saman eyðist brjóskið af og skemmist og þá getur skaðinn orðið varanlegur, fyrir utan það hvað það getur orðið sárt

Það gæti verið gott að ræða þetta við tannlækninn  því stundum tengist þetta svokölluðu tanngnístri eða því að menn bíti á jaxlinn í bókstaflegri merkingu. Annars skaltu ráðfæra þig við heimilislækni en númer eitt er að forðast þær aðstæður að það komi brak ef þess er nokkur kostur.

Gangi þér vel