Keiluglæra – einkenni

Hæ, ég var að velta því fyrir mér hver einkenni keiluglæru væru.

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Á vef sjónlags stendur þetta um einkenni keilgulæru (e.keratoconus):

„Upphafseinkenni sjúkdómsins er versnandi sjón auk þess sem margir kvarta undan augnþreytu og þörf fyrir aukna birtu eykst.
Við frekari þróun sjúkdómsins upplifa flestir að sjón þeirra versnar og verður óskýr, jafnvel margföld.
Þegar sjúkdómurinn ágerist upplifa flestir óskýra sjón og ef örvefsmyndun verður í hornhimnunni getur komið til hornhimnuskipta. Aðgerðin gefur flestum sjónina að nýju þó svo flestir þurfti áfram að nota annaðhvort linsur eða gleraugu.“

Þú getur lesið þér til um þetta hér: https://www.sjonlag.is/frodleikur/augnsjukdomar/keiluglaera/

Vona að þetta hjálpi þér

Gangi þér vel

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur