Kattarofnæmi

Hvert fer maður til að tékka á slíku? Heimilislæknis? Erum með kött á heimilinu, finnst eins og ég hafi þróað með mér astmaeinkenni eftir að hann kom á heimilið. Fór 2 vikur í burtu í sumarfríinu þar sem ég var ekki að umgangast köttinn, fannst ég skána, Verstnaði svo aftur eftir að heim var komið. Erum samt dugleg að ryksuga og þrífa, virðist ekki skipta máli.

 

Sæll

Það eru alls ekki allir heimilislæknar sem gera ofnæmispróf en þú getur byrjað að athuga hjá þínum lækni hvort hann gerir þetta. Annars þarftu að panta tíma hjá ofnæmislækni en þeir eru nokkrir og auðvelt að finna þá með því að leita á netinu. Fram að því að þú kemst í próf getur þú prófað að kaupa þér ofnæmistöflur í apóteki en þær er hægt að fá án lyfseðils. Ef einkenni þín skána gefur það þér ákveðna vísbendingu um að þarna sé um ofnæmi að ræða.

Gangi þér vel