Kattaofnæmi ?

Ég veit ekki hvort ég sé með ofnæmi fyrir kisunni minni. Þegar að hun klórar mig þá verð ég rauð, bólgin og klæar. og alltaf þegar ég er með hana í fanginu klæar mig í augun og klæar í nefið og hósta,verður hún þá að fara frá mér? ég er líka með astma samt.

 

Takk fyrir fyrirspurnina

Einkenni kattarofnæmis eru oft eins og þú lýsir í fyrirspurninni, kláði í augum og nefi og hnerrar. Ólíklegt er að þú losnir við einkennin á meðan kötturinn er til staðar. Til að fá staðfestingu á að um ofnæmi er að ræða er hægt að fara í ofnæmispróf t.d. hjá ofnæmislækni eða húðsjúkdómalækni.

Gangi þér vel