kaldur sviti

Sæl mig langar að fá smá upplýsingar hjá þér, oftast þegar ég er klæða börnin mín, úr leikskólanum og úr búðinni og fleirra þá fæ ég oft kaldan svita og svitna mikið, bara við einhverju smá átaki er, vantar mig kannski meirra vítamín eða ætti ég að láta kíkja á mig?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það að svitna undan litlu eða engu getur verið einkenni um ótalmargt. Flestar ástæður eru einfaldar eins og til dæmis að þú sért ekki búin að borða nægilega vel og sért þannig lág í blóðsykri eða illa hvíld og þreytt.  Sumir svitna vegna þess að þeir eru í lélegu formi og konur sérstaklega á barneignaraldri geta eins verið með of lítið járn og  eitt einkenni þess er að svitna. Eins getur verið um truflun á hormónastarfsseminni að ræða. Flest af þessu er hægt að skoða með viðtali og blóðprufu.

Það er örugglega gott að heyra í heilsugæslulækni og komast að því hvað geti  verið að valda þessari líðan og hvað þú getir gert til þess að laga þessa líðan.

Gangi þér vel