Kaldir blettir

Ég er oft að fá tilfinningu fyrir köldum bletti á læri innanvert og eins og það sé líka blautt kemur oft þegar ég byrja að hreyfa mig samt í hvíld líka þar ég að hafa áhyggjur af þessu?

 

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta hljómar eins og blóðflæðið á svæðinu sé eitthvað  lakara en annarsstaðar en ef þetta lagast þegar þú hreyfir þig ætti þetta að vera skaðlaust.

Láttu  skoða þetta ef það veldur þér vandkvæðum eða áhyggjum.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur