Kækir

Ég hef verið með kæki frá því ég var lítil og marga og flestir þeirra stoppuðu stutt og nokkrir hafa verið vandræðalegir. Dæmi um kæki eru: Blikka augunum, opna munninn, strjúka eyrunum í axlirnar, slá á lærin og passa að jafna út, bíta saman, kreistur hlátur, ræskja, píra augun, bretta upp á nefið og ennið, braka í fingrum og tám og fl. Enn þann dag í dag blikka ég augunum talsvert mikið, píri augun, slæ á lærin og bít saman og ég er komin vel á þrítugs aldurinn. Ofast koma þessir kækir þegar ég er þreytt. Er möguleiki á tourette heilkenni?
Mér finnst ég samt ekki hafa það mikla ástæðu til þess að láta athuga það því ég hef ekki málfars-og raddkæki né áráttukennda hegðun en ég á samt sem áður erfitt með að stjórna reiði og á auðvelt með að pirrast, einnig er ég með mígreni og á það til líka að fá kláðaköst í andlitið.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Vissulega er mögulegt að um Tourette sé að ræða. Tourette einkennin eru mismunandi hjá einstaklingum og ekki eru allir með þau öll eins og t.d. málfars og raddkæki.

Þú getur fengið nánari upplýsingar hjá  Tourette samtökunum

Gangi þér vel