K sýkingar

Daginn ….

Er til e-ð sem gæti kallast krónískar sýkingar. Eg hef nokkuð lengi fundið fyrir vanliðan af og til sen tilfinning er eins og maður sé allur slappur – án þess í raun að vera veikur- rétt eins og maður sé með smá hita. Þá hef ég séð að ef ég hef þurft í blóðprufu í þessu ástandi eru alltaf áberandi fjölgun hvítra blóðkorna …. Ef e-ð þessu líkt er hugsanlegt – eru þá einhver ráð að laga ??? Eða er hugsanlegt að um ofnæmi fyrir einhverju valdi svona ?? Ff þakkir

 

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir vanlíðan eins og þú lýsir og erfitt að meta hvað getur verið þarna að gerast án meiri upplýsinga.  Ef hvítu blóðkornin þín eru hækkuð getur það gefið til kynna einhverskonar sýkingu en best væri fyrir þig að ræða þetta við heilsugæslulækninn þinn til að finna ástæðurnar fyrir þessari líðan hjá þér.

Gangi þér vel