Jaxlataka

Hæ, ég fór i jaxlatöku fyrir sirka ári síðan og eftir hana fór kjálkinn ad bólgna af og til er stundum bólgin og suma daga er ég ekkert bólgin en ég finn alltaf um leið og ég byrja ad bólgna þá  fæ eg rosa skrítna tilfinningu i næstum allt vinstra andlit og einnig þrýstingur í höfði. Ég  fór til tannlæknis og hann sagði að ekkert væri hægt ð gera þar sem ég er nú orðin ólétt. En auk þess er ég búin ad vera med rosa mikinn hármissi síðustu mánuði. Ég veit ekki hvad ég á að gera því ég get varla beðið í  6 mánuði til þess að komast að því hvað þetta gæti verið.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

þú þyrftir að fá betri útskýringu hjá tannlækninum hvað þetta sé, hvers vegna nauðsynlegt að sé bíða og hvaða úrræði þú hefur á meðan til þess að láta þér líða betur.

Tannholdsbólga er nokkuð  algengt vandamál á meðgöngu og þú getur lesið þér betur til um það hér 

Varðandi hármissinn þá er líklegra að hann tengist meðgöngunni beint. Það er býsna algengt að konur fái hárlos á meðgöngu. Þú getur lesið svar sem áður hefur birst um það hér

Gangi þér vel.