Járnofhleðsla

Góðan dag. Ég hlustaði á Teit Guðmundsson lækni í útvarpinu í morgun tala um járnofhleðslu og mér fanst hann vera að lýsa í stórum dráttum hvernig mér hefur liðið á dálítin tíma núna en ekki fengið neina lausn á og því er spurningin mín sú, hvert get ég leitað til að fá úr því skorið hvort þetta gæti mögulega verið ástæðan fyrir líðan minni?

Kv.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú átt að geta leitað til þíns heimilislæknis fengið aðstoð þar.

Hér er ágæt grein á íslensku sem gæti komið þér að gagni.

Gangi þér vel