Innlögn á spítala!

Vinur minn þurfti að fara í aðgerð nýlega. Við komuna lét hann upplýsingar af hendi eins og vera ber. Síðan fékk hann armband með nafni sínu, kennitölu, heimilisfangi, lækni og símanúmer ásamt einhverjum strikamerkjum. Á skurðstofu er litið á armbandið og vaknar svo vinur minn á vökudeild. Síðan fer hann á deild og liggur þar næstu tímana. Síðan er hann fluttur á aðra deild og er sagður að hann eigi að fá nýtt armband með viðkomandi deild. En ekki var hlustað á hann né aldrei litið á armbandið. Til hvers er að láta armbönd á fólk og kíkja ekki á það eða breyta ef skipt er um deild? Er þetta venjulegt verkferli? Síðan var hann sendur á spítala í örðum landsfjórðungi og þar var ekki litið á armbandið hans né fengið nýtt! Er ekki þarna verið að ógna öryggi vinura míns? Mér finnst það að minnsta kosti!

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Armböndin eiga aðallega að vera til öryggis ef einstaklingur er ekki fær um að tjá sig á nokkurn hátt.

Þetta fann ég inni á vef Landspítalans:

„Allir sjúklingar eiga að fá armband með nafni og kennitölu.  Upplýsingar á armbandinu eru notaðar til staðfestingar þegar lyf eru gefin, við blóðgjafir og hvers kyns rannsóknir og aðgerðir.

Stundum þykir fólki nóg um hversu oft er til dæmi spurt um kennitölu, ofnæmi og lyfjanotkun en allt er þetta gert til að tryggja öryggi.  Best er ef sjúklingar eru vakandi fyrir þessum vinnureglum og minni á ef ekki er farið eftir þeim.

Hjálpaðu okkur að tryggja öryggi þitt.“

En nú get ég því miður ekki svarað fyrir hönd Landspítalans, ef þið eruð ósátt á einhvern hátt við þá þjónustu mæli ég með að þú hafir samband þangað.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur