Inflúensa A

Bróðir minn er staddur einn í Japan, búin að vera með 39 stiga hita í 2 daga, komst til læknis í dag og fékk fullan poka af lyfjum. Langar að vita hvernig ykkur líst á þennan lyfja koktel?
1.sodium gualenate hydrate.
2.dequalinium chloride.
3.garenoxacin mesilate hydrate.
4.ambroxol hydrocholoride.
5.dimemorfan phosphate.
6.non-pyrine preparation for cold syndrome.
7.acetaminophen.

Sæll

Þegar þessum lyfjum er flett upp í íslensku sérlyfjaskránni þá finnast þau ekki en samkvæmt bandarískri lyfjaskrá eru þessi lyf eftir röð notuð til eftirfarandi:

 

1)Bólgueyðandi lyf

2)Sýklalyf

3)Sýklalyf

4)Notað til að draga úr slímmyndun

5)Notað til að draga úr kvef einkennum

6)Við kvefi

7) Sama og paracetamol/panodil: Hitalækkandi og verkjastillandi.

 

Það hlýtur að hafa verið ástæða fyrir því að hann var settur á öll þessi lyf, þ.e.a.s að það sé grunað að hann sé með inflúensu. Ef þú ert í einhverjum vafa þá ráðlegg ég þér að hafa samband við þinn heimilislækni og bera þetta undir hann.

 

Gangi ykkur vel.