Ilsig

góðann daginn , óska eftir að fá að leggja fram eins spurningu . Hvað getur maður gert til að fjarlægja ilsig , sem  er undir ilinni . það hefur verið skorið úr nokkuð oft , en vex alltaf aftur . Ósk um hjálp í hugmynd um að vinna á þessu , Mbk H ,  ( á erfitt með að ganga  en er alltaf í þykkum skóm  , t , d  til fjalla , sem er í miklu uppá haldi hjá mér . )

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina

Ilsig lýsir sér í því að ristarbeinin síga niður sem veldur því að ilin verður flöt.

Innlegg hafa hjápað mörgum og mögulega myndi gögnugreining henta þér til að fá sérsmiðuð innlegg í skó.

Hins vegar er ilsig er ekki fjarlægt með aðgerð, svo þarna er væntanlega eitthvað annað að. Þess vegna ráðlegg ég þér að heyra í lækni með tilliti til þess hvað sé á ferðinni og hvað sé hægt að gera við því svo þetta taki sig ekki upp aftur eða trufli þig með minnsta móti í daglegu lífi.

Gangi þér vel