Íllt í rifbeinum

Hæhæ, ég var barin fyrir 3 dögum í rifbeinin og fór til læknis og þau sögðu að allt væri okay og ég þyrfti ekki að fara i röntgen, en núna 3 dögum seinna er þetta orðið miklu verra, get ekki sest upp, súið mér við í rúmin, þarf af halda geyspum, hósta, og hnerri niðri annars kemur þessi ótrúlega vondi verkur! Ætti ég að kíkja aftur til læknis og byðja um röntgen eða er þetta eðlilegt?

-með fyrir fram þökkum

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Að öllum líkindum ertu rifbeinsbrotin, en það lýsir sér  þannig að öll hreyfing og álag sem lendir á brjóstkassanum verður mjög sársaukafull. Því miður er ekkert gert við rifbeinsbroti, aðeins ráðlögð hvíld og hreyfing eftir getu. En læknisheimsókn og röntgen getur aðeins staðfest það og mögulega ráðlagt þér betur með verkjameðhöndlun.

Gangi þér vel.