Ibufen

Hæ hef horft upp á systir mína misnota íbúfen í um 20 ár hún tekur um svona 10a dag hef bent henni á það að hún sé orðin hadþeim en þá bilast hún .Hún segir vá svo miklar sjóntruflanir því taki hún þær inn er ekki hættulegt að taka svona margar inn.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ibufen er sem slíkt ekki ávanabindandi en það er alls ekki mælt með innöku þess í lengri tíma og alls ekki í meira magni en 400 mg x 3 á dag nema í samráði við lækni. Aukaverkanir af of miklu Ibúfeni geta verið alvarlegar og jafnvel lífshættulegar eins og lesa má í fylgiseðli með lyfinu. Ef líðan systur þinnar er með þeim hætti að hún þarf að taka verkjalyf daglega ætti hún að heyra í lækni og fá betri meðhöndlun á sinni vanlíðan.

Gangi ykkur vel