hypocomplementemia

Halló

Barnabarnið mitt(16 ára) er sennilega með þennan sjúkdóm eða sýkingu.

Hún hefur í tvígang á þessu ári fengið upphleypingar í húð um allan líkama  og bólgum t.d í vörum.

Henni var sagt að sennilega væri þetta þessi hypo.. sjúkdómur og m.v myndir á netinu þá gæti það verið.

Hafið þið upplýsingar um sjúkdóminn og hvað veldur og hvað er til ráða?

Kveðja

Áhyggjufull Afi og Amma

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Um er að ræða truflun á starfssemi ónæmiskerfisins og getur þessi truflun tengst  öðrum sjálfsónæmissjúkdómum eins og Rauðum úlfum (lupus) en þó er það alls ekki algilt.

Þar sem um er að ræða truflun á starfssemi í líkamanum snýst meðferðin fyrst og fremst að einkennunum, að ná að halda þeim í skefjum eins og mögulegt er.

Sjálfofnæmissjúkdómar eru yfirleitt flóknir og ekki alveg nægilega mikið um þá vitað en margir telja tengsl við lífsstíl, álag og mataræði geta haft mikil áhrif.

Gigtarsjúkdómar eru hluti af þessum sjúkdómum og því er mögulegt að fá frekari upplýsingar hjá gigtarfélaginu  og hjá sérfræðingi í gigtar og ónæmissjúkdómum.