Hvítir blettir eftir sólbruna

Góða kvöldið. Ég brenndi mig einu sinni í sól þegar ég var erlendis, sem er svo sem ekki frásögu færandi. En þegar húðin jafnaði sig þá skildi hún eftir bletti sem er hvítari en restin af húðinni. Blettirnir eru einn lítill, en samt áberandi á bakinu og nokkrir litlir efst á bringunni. Ég er búinn að leita til húðsjúkdómalæknis og hann gaf mér lyfseðil af kremi og sendi mig í tíma í ljósaklefa þar sem þú stendur í rúma mínútu í senn 3x í viku. Blettirnir dofnuðu aðeins, en eru samt ennþá áberandi, finnst mér (fara allavega í taugarnar á mér sjálfum). Mér finnst meðferðin ekki fullnægjandi. Ég er samt ekkert viss hvort þetta muni jafna sig til baka yfir höfuð, alla vega þess virði að láta reyna á það, þó bjartsýnin sé ekkert í hámarki.

Var að velta því fyrir mér hvort þið ættuð einhver ráð við þessu.

Sæll.

Ég myndi ráðleggja þér að fara aftur til húðlæknis, því oft þarf að endurtaka ljósameðferðir nokkrum sinnum til að árangur sjáist.

Gangi þér vel