Hversu lengi á að teygja?

Spurning:

Ég er karlmaður á „besta aldri" og hef verið að æfa fótbolta að undanförnu. Mig langar að vita hversu lengi ég á að teygja hina ýmsu vöðva líkamans eftir æfingar.

Ég hef heyrt að maður ætti að halda teygjunni í ca. 30 sekúndur – er það rétt?

Svar:

Mjög gott er að teygja á hverjum vöðvahóp a.m.k. 20 sek. og allt upp í 60 sekúndur. Nauðsynlegt er að gera teygja á vöðvum eftir að þeir hafa verið þjálfaðir. Ef ekki er teygt á vöðvum eftir æfingar styttast þeir smám saman og aukast þá líkur á meiðslum. Teygjur minnka einnig líkurnar á strengjum (harðsperrum).

Með kveðju,
Ágústa Johnson