Hverskonar lyf er Prednisolon ?

Prednisolon EQL Hvers konar lyf er þetta ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Á fylgiseðli lyfsins kemur þetta fram:

Prednisolon EQL Pharma er barksteri sem kemur í veg fyrir og bælir ofnæmissjúkdóma, bólgu- og gigtarsjúkdóma.
Lyfið er notað þegar þörf er á að bæla viðbrögð líkamans, eins og bólgusvar við iktsýki. Önnur dæmi sem má nefna eru bandvefssjúkdómur (SLE), bólga í æðaveggjum, breytingar á bandvef, astmi, alvarleg bólga í ristli (sáraristilbólga), ákveðnir blóðsjúkdómar, alvarlegir ofnæmiskvillar og meðferð við æxlum.

þú getur lesið fylgiseðilinn HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur