Hvers vegna fylgir hella með kvefi?

Góðan dag!
Eftir að ég fór í kirtlatöku, hef ég alltaf fengið hellu þegar ég verð kvefuð?
Hver er ástæðan fyrir því?

 

Takk fyrir fyrirspurnina.

 

Ekki er óvanalegt að fá hellu í tengslum við kvef þar sem kokhlustin stíflast.

Þetta ætti ekki að tengjast því að það sé búið að taka hjá þér kirtlana hvort sem um er að ræða háls -eða nefkirtla. Það hjálpar stundum að nota nefdropa sem fást án lyfseðils í apótekinu en þeir geta opnað út í kokhlustina. Kirtlataka ætti frekar að leiða til þess að þú fáir sjaldnar kvefeinkenni. Ef þetta er viðvarandi vandamál skaltu leita til þíns heimilislæknis.

 

Gangi þér vel