hvernig virkar lyfið risolid?

hvernig virkar lyfið risolid?

Hvernig virkar lyfið risolid?

Sæl / sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Risolid tilheyrir flokki benzódíazepína sem eru róandi lyf. Það hefur bæði kvíðastillandi og róandi áhrif.

Risolid er notað við kvíða og óróa og við fráhvarfseinkennum áfengissýki.

Verið getur að læknir ávísi lyfinu við öðru en þessu.

Gangi þér vel,

Svanbjörg Pálsdóttir

Hjúkrunarfræðingur