Hvernig get ég sofið betur?

Hæhæ

Ég sef illa og hef verið lögð í einelti frá fyrstu skólagöngum mínum og er byrjuð í framhaldsskóla og er ennþá lögð í einelti. Ég hef ekki tekið nein lyf og sef oftast í 4 til fimm tíma útaf ég næ ekki að slaka á og hugsa alltaf um eineltið. Stundum langar mér til þess að flýja frá frá eineltinu og fara eitthvert og finnast ekki strax og er að spá hvort ég gæti verið þunglynd. Ég reyni að sofna með svefngrímu en ekkert gerist. Vonandi fæ ég svar frá ykkur um hvað þetta getur verið.

Kær kveðja

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Kvíði og streita hafa mikil áhrif á svefninn. Þú þarft í fyrsta lagi að fá aðstoð við að stöðva eineltið til þess að geta lagað svefnvandann og önnur vandamál sem því geta fylgt. Ég hvet þig til þess að láta t.d. námsráðgjafa  eða einhvern annann í skólanum vita af eineltinu svo hægt sé að vinna með það. Í sumum framhaldsskólum er hægt að fá tíma hjá sálfræðingi en það væri mögulega leið fyrir þig til þess að fá aðstoð við að byggja upp sjálfstraust, laga kvíðann og fá aðstoð við svefninn. Huglæg atferlismeðferð (HAM) hefur gagnast mörgum vel í samskonar vanda.

Gangi þér vel