Hvernig a að hætta á venlafaxin?

A að hætta a vvenlafaxin buin að vera a þeim i mörg ar hverning fer eg ef eg sleppi skamt þasvimar migog fæ höfuðverk

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þegar maður hefur tekið svona lyf lengi að þá þarf maður að trappa það út til að minnka fráhvarfseinkenni. Ef þú ert að hætta að taka lyfið af læknisráði að þá hefði læknirinn átt að setja upp eitthvað plan fyrir þig. Ég myndi segja að þú ættir að ráðfæra þig við þinn lækni og fá leiðbeiningar. Svimi og höfuðverkur eru fráhvarseinkenni sem einstaklingur getur fundið fyrir missi hann úr skammt eða hættir snögglega að taka lyfið.

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur