Hver er réttur minn til fæðingarorlofs?

Spurning:

Ég er í skóla í Noregi og ætla að fæða þar og flytja svo strax heim eftir það, á ég rétt á fæðingaorlofi á Íslandi?

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Varðandi fæðingarorlofið myndi ég telja að þú ættir ekki rétt á því hér nema hafa búið hér undanfarna sex mánuði. Þó er í gildi einhver samningur milli Evrópuríkja þannig að ég myndi nú bara ráðleggja þér að leita eftir upplýsingum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Vera má að þessar reglur séu á heimasíðu þeirra www.tr.is Vona svo að þetta gangi vel hjá þér.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir