Hvenar skal pissað í glas

Ég er líklegast með klamedíu, hef svosem greinst einu sinni áður en ég get ómögulega munað hvenar ég átti að míga en mig minnir að það hafi verið sérstaklega tekið fram.

Einnig, get ég ekki komið glasinu eitthvert með tilheyrandi upplýsingum án þess að þurfa að panta eitthvað sérstaklega, ég er ekki með heimilislækni á höfuðborgarsvæðinu og hef mjög takmarkaðann tíma 1x í viku til þess að koma þessu af mér en það eru amk 2 mánuðir í að ég fari í frí og hafi nægan tíma í þetta.

Sæl/sæll og  takk fyrir fyrirspurnina

 

Ef um klamydíu er að ræða er mikilvægt að meðhöndla sjúkdóminn með sýklalyfjum.

Sjúkdómurinn getur valdið bólgum í móðurlífi og eggjaleiðurum hjá konum og bólgu í eistum hjá körlum.  Einnig getur hann valdið krónískum verkjum og ófrjósemi.

Klamydía er greind með þvagprufu sem er þá fyrsta þvag sem kemur eða þá með stroki frá leghálsi hjá konum.

Mikilvægt er að þú komist að hjá lækni til greiningar og meðferðar.  Ef þú ert ekki með heimilislækni er Heilsugæslustöð í þínu hverfi sem þú getur hringt í og athugað hvort komist að á síðdegisvakt.  Einnig er hægt að leita á Læknavaktina á Smáratorgi, þar er opið virka daga frá 17 – 23:30 og um helgar frá 9 – 23:30.

Gangi þér vel