Hvenær er pillan orðin örugg getnaðarvörn?

Hæhæ,

Er 16 ára stelpa hér og var að byrja á pillunni á fimmtudaginn og var að spá hvað það væri langt þangað til ég gæti byrjað að stunda kynlíf? Án smokks þá og nota pilluna sem vörn. Virkar hún strax eða tekur það viku eða mánuð fyrir hana að virka..?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það á að standa í fylgiseðlinum með pillunni hvenær hún telst vera orðin örugg, það er aðeins mismunandi eftir tegundum. Þú getur lesið þér betur til í þessari grein hér

Gangi þér vel