Hvað eru veirulyf?

Spurning:

Sæll.

Ég er með ofnæmi fyrir penicillin og sulfa, er óhætt að taka inn Valtrex sem er veirulyf?

Hvað eru veirulyf?

Svar:

Það er allt í lagi að taka Valtrex þó að þú sért með ofnæmi fyrir penicillíni og súlfalyfjum. Það eru alveg óskyld lyf. Valtrex er veirulyf sem hemur veirufjölgun, t.d. herpesveira, með því að hindra DNA nýmyndun veiranna.

Með kveðju,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur