Hvað er trichilemmal cysta?

Spurning:

Góðan dag.

Mig langar svo að vita hvort þú getur hjálpað mér. Hvað er trichilemmal cysta og vide supra? Þetta er í sambandi við sýni sem hafa verið tekin úr húð og ég hef aldrei fengið neina skýringu á hvað er.

Kveðjur.

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Hvað varðar þessi sýni sem tekin voru og þú hefur ekki fengið nægilega góðar upplýsingar um þá vísar trichilemmal cysta í útvöxt úr hársekk en því miður átta ég mig ekki á „vide supra“ og þyrfti á fá alla setninguna til að geta ályktað um hvað er verið að tala. Ég vona að þetta segi þér eitthvað og endilega sendu okkur aftur línu ef þú hefur meiri upplýsingar þannig að við getum svarað þér af meiri nákvæmni.

Gangi þér vel.
Kveðja,
Sólveig Magnúsdóttir, læknir.