Hvaða lyf er Inflamil

Daginn.

Ég er staddur á canary með og konan fékk skyndilega mikla bólgu og verki í endajaxl.
Við fórum í apotek og spurðumst fyrir ibufen en okkur var sagt að það væri ekki unnið með hér, svo okkur var gefið lyf sem heitir Inflamil? Það á að vera bólgu eiðandi og verkjastillandi en það virðist ekki virka

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Inflamil er bólgueyðandi og verkjastillandi. Ef það dugar ekki til að slá á þessi einkenni getur það verið vegna þess að um er að ræða sýkingu við endajaxlinn sem þarfnast meðhöndlunar með sýklalyfjum. Ég ráðlegg þér að reyna að fá skoðun hjá tannlækni eða lækni á staðnum til að fá rétta meðhöndlun á vandamálinu.

Gangi þér vel