Hvaða getnaðarvörn á ég að velja?

Ég er 21 árs kona sem díla við það vandamál að vera óvenju frjó… ég á 3ja ára dóttur og hef farið í 3 fóstureyðingar á rúmlega 4 árum. Ég hef alltaf verið á sömu pillunni en verð bara samt ólétt. Núna er ég að ganga í gengum þriðju fóstureyðinguna og er vægast sagt orðin þreytt á þvi. Ég hef verið að lesa mér til um lykjuna og hef komist að þeirri niðurstöðu að hún tækklar líklegast þetta vandamál mitt best en hef samt heyrt um slæmar og leiðinlegar aukaverkanir á henni likt og stanslausar blæðingar í allt of langann tíma o.þ.h leiðindi. hvaða getnaðarvörn mynduð þið telja besta fyrir mig?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá kvensjúkdómalækni og fara yfir stöðu mála og hvaða getnaðarvörn myndi henta þér betur. Ég set með tengil á góða umfjöllun sem gæti mögulega gagnast þér um helstu getnaðarvarnir

Gangi þér vel