Hvað veldur því að skinn/ húð flagnar af lófum / fingrum og undir iljum

Hvað er til ráða þegar húðin flagnar af? Er þetta vítamínskortur?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Oftast er um að ræða sveppasýkingu í húð en þó er það ekki algilt. Fáðu endilega skoðun og mat hjá lækni til þess að fá rétta greiningu og meðferð.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur