Hvað geta aðstendur gert til að hjálpa ?

Komdu sæl/sæll
Ég á fjölskyldumeðlim sem mér þykir vænt um sem hefur hrakið mikið á braut varðandi heilsu, andlegaheilsu og líkamlega. Þetta er orðið erfitt og leiðinlegt mál, en ég hef bara ekki hugmynd um hvert ég ætti að snúa mér í sambandi við þetta. Aðilinn hefur fengið taugaáfall að ég veit tvisvar sinnum og marg oft hafa komið upp erfiðar og dramatískar kingumstæður sem magnast upp vegna hegðunar hjá þessum einstaklingi. Það er eitt tiltekið viðfangsefni sem manneskjan er föst í og oft, jafnvel alltaf reynir hún að koma þeim inní samtal. Þetta hefur verið rætt oft og mörgum sinnum en nú eru komin átta ár og öllum langar að fara halda áfram. Að eiga í samveru með manneskjunni getur verið erfitt hún tollir ekki lengi með áhugan eða einbeitngu við samræður og á það til að labba afsíðis, taka upp síma eða tölvu eða fara tala við sjálfa sig . Ég veit að einhverju leiti er það eðlilegt að fólk tali við sjálft sig upphátt en fæstir eiga í lönum og mörgum samræðum við sjálft sig á dag. En svo mætti lengi telja hvernig hegðun hennar og útlit bendir til þess að hún sé mjög veik. En fyrst og fremst er spurningin mín sú, hvaða úrræði er verið að bjóða uppá og hvernig gengur það fyrir sig ef einstaklingur vill ekki viðurkenna að hann sé veikur og vill jafnvel ekki hjálp, þá ef svo er hvernig hjálpar maður þeim að komast á rétta braut og leita sér hjálpar ?

Með fyrirfram þökkum

 

Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Andleg heilsa er mikilvæg og skynsamlegt að hlúa að henni og leita aðsoðar ef eitthvað er að.

Það hljómar sem svo að þessi aðili sem um ræðir glími við andleg veikindi og þurfi á aðstoð að halda.

Að fara til heimilislæknis er oft fyrsta skrefið hjá mörgum sem leita sér hjálpar með geðheilsu sína.

Heimilislæknir getur einnig vísað áfram til viðeigandi sérfræðinga ef við á.

Einnig er hægt að panta tíma á göngudeild geðdeildar ef vandamálið er aðkallandi og á Bráðamóttöku geðdeildar ef um bráðatilvik er að ræða.

Hægt er að panta tíma beint hjá geðlækni eða sálfræðingi.

Erfitt getur verið að fá fólk til að leita sér hjálpar ef það viðurkennir ekki vandamálið og telur ekki ástæðu til að leita sér aðstoðar.  Því miður er ekki hægt að þvinga fólk til þess nema að hegðun ógni lífi þess eða annara.

Gangi þér vel