hvað get eg gert sambandi við augun á mer ?

hæhæ er buin lenda oft i þvi bara undanfarna daga að vera með óþægindi i augunum hljoma liður stundum eins og þau seu of þurr eða eitthvað slikt hvað get eg gert ?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Augnþurrkur er mjög algengur kvilli og geta orsakir verið mismunandi. Tárin sjá um að smyrja augun og halda þeim rökum. Þegar maður eldist deplar einstaklingurinn sjaldnar augum og það dregur úr táraframleiðslu,ýmsir bólgu- og ofnæmissjúkdómar geta þurrkað augu,eins mikil tölvunotkun þar sem starað er á skjáinn lengi og augum deplað sjaldnar. Eins hafa ýmis lyf áhrif á táraframleiðslu. Það eru til ýmsar gerðir af gervitárum sem fást án lyfseðils í apótekum sem getur verið gott að nota nokkrum sinnum yfir daginn og eins augngel sem er notað fyrir nóttina. Ef það hjálpar ekki er best að leita til augnlæknis til að greina orsök og fá þá viðeigandi meðferð.

 

Gangi þér vel.