hvað er Lipistad töflur

hvað er Lipistad töflur

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Lipistad er lyfseðilsskylt lyf sem hefur blóðfitulækkandi áhrif. Það hindrar myndun kólesteróls í lifur og því minnkar það í blóði. Lyfið er einnig notað til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma hjá þeim einstaklingum sem eru í aukinni hættu á að fá hjartaáfall.

Hér getur þú lesið þér nánar til um lyfið.

Með kveðju,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur