Hvað er hátæknilyf?

Er Sandostatin lar hátæknilyf?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég reikna með að verið sé að spyrja um líftæknilyf. Líftæknilyf eru skilgreind þannig að þau eru lyf sem eru framleidd með hjálp lífvera. Oft eru það bakteríur, sveppir eða aðrar frumur sem er genabreytt til að framleiða ákveðin efni sem eru þá oftast prótein.

Sandostatin fellur  ekki undir þennan flokk lyfja en þú skalt ráðfæra þig við lækninn þinn og fá frekari upplýsingar þar

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur