Hvað er fótasár

Hvað er fótasár

Góðan daginn,

Fótasár eru sár á fótum og fótleggjum og má rekja þau flest til sjúkdóma eða kvilla í æðakerfi. Algengustu fótasárin má flokka sem bláæðasár, slagæðasár, sykursýkisár og immúnólógísk sár.

Greining og orsök fótasára er í höndum lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem hafa þekkingu og þjálfun til þess.

Ef þig grunar að þú sért með fótasár ráðlegg ég þér að fá tíma hjá lækni sem allra fyrst. Snemm greining fótasára og rétt meðferð getur bjargað fóki frá djúpum og erfiðum sárum ásamt öðrum fylgikvillum.

Gangi þér vel,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur