hvað á eg að gera ?

það er mal með vexti að kærasti minn sem er 30 ára sefur og sefur veit ekki hva er i gangi hann for að sofa klukkan 02:00 og er enn sofandi kl 19:00 finnst þetta frekar óeðlilegt og hef áhyggjur getiði gefið mer ráð hvað se best að gera fyrir hann i þessari stoðu….. getur lyf haft svona ahrif hann er á seroxat og amitryptiline og tekur 1 imovane áður enn hann fer upp i rum er þetta ekki alvarlegt ?? og athugavert að ath með…..

Sæl

Ég vona að kærastinn þinn sé vaknaður núna þegar þetta svar kemur en annars er erfitt að átta sig á hvað er í gangi út frá þessari lýsingu. Þetta getur vel verið tilfallandi uppsöfnuð þreyta og ef hann bregst við áreiti þ.e. vaknar upp og svarar þegar þú talar til hans og ýtir við honum þá er það líklegasta skýringin. Hann er náttúrulega á talsverðum lyfjum og ef hann er nýlega byrjaður á þeim þá getur þetta verið aukaverkun lyfjanna og þá er full ástæða til að endurskoða lyfjameðferðina. Ein möguleg skýring í viðbót er að hann sé með einhverja pest sem veldur þessu orkuleysi.

Ég ráðlegg þér að fylgjast áfram með honum og gott væri að sjá til þess að hann fengi sér eitthvað að drekka af og til. Ef þessi svefnþörf heldur áfram þurfið þið að hafa samband við lækni.

Gangi ykkur vel