Húðvandamál

Ég hef verið með slæma húð í lófunum í ca 3 ár, lýsir sér með að húðin flagnar af eins og dauð húð t.d. sé ég núna 3 lög af dauðri húð í lófanum. Svo er á ég erfitt með að „jafna mig“ eins og í anditinu, var að vinna með öryggisgleraugu í 10 daga og fékk nuddsár af þeim og það fer ekki komnar 2 vikur síðan

Takk fyrir fyrirspurnina

Lyf, vítamín og fæðubótaefni geta haft áhrif á húð, sem og vinnuumhverfi og álag. Erfitt er að greina húðsjúkdóma nema við skoðun svo ég hvet þig til að leita húðsjúkdómalæknis.

Gangi þér vel