Húðslit og bólur á brjóstum

1. Þegar maður fitnar og fær slit, og grennist síðan aftur, hverfa þau eða verða þau bara minna áberandi? Er ekki hægt að losna við þau?

2. Hvað veldur því að maður fær bólur á brjóstin og hvernig á maður að meðhöndla þær? Er ekki sniðugt að kreista? Ef svo er afhverju?

Fyrirfram þakkir.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Húðslit eru línuleg ör sem í fyrstu geta verið rauðleit eða fjólublá, en verða oft á tíðum silfurhvít með tímanum. Slitin myndast í leðurhúðinni þegar hún verður fyrir meira togi en hún þolir. Það getur gerst við þyngdaraukningu eða vegna hraðs líkamsvaxtar. Þegar húðslit hefur myndast einu sinni, hverfur það aldrei.

Ef bólurnar á brjóstunum eru á vörtubaugnum, þá eru það fitukirtlar sem hafa það hlutverk að mýkja og smyrja geirvörtuna, sem kemur að góðum notum við brjóstagjöf. Ef þeir eru kreistir þá örvast þeir óeðlilega og geta stækkað. Það er því best að sleppa því að kreista þá, en ef eitthvað kemur út úr þeim sjálfkrafa þá má fjarlægja það. Ef bólurnar eru annarsstaðar á brjóstunum þá vil ég benda þér á þetta svar sem áður hefur birst á doktor.is

Gangi þér vel