Húðin

Sæl/l
Ég hef verið að velta fyrir mér í langan tíma hvað þessir hvítir hringlóttu litlu flekkir á maganum mínum væru, fyrst byrjaði þetta með 1-2 blettum en núna er þetta búið að aukast alveg svakalega og er komið alveg á síðuna báðum meigin. Þetta sést ekkert nema að ég sé búin að vera í sólinni, ljósum eða búin að setja á mig brúnkukrem..Hef enga hugmynd hvað þetta getur verið..
Þyrfti ég kanski að fara til húðlæknis að láta skoða þetta eða?
Fyrirframþökk!

 

 

Sæl/l

Takk fyrir fyrirspurnina. Blettir sem að koma aðeins fram í sól geta komið til vegna þess að litarefni í húðinni er meira virkt sum staðar en annars staðar. Það er gott að fylgjast vel með öllum fæðingarblettum á líkamanum og þá aðallega með breytingu á lögun, lit og stærð bletta. Ég ráðlegg þér að panta tíma hjá húðsjúkdómalækni til þess að skoða blettina.

Gangi þér vel.