Hryggikt og Remicademeðferð

Ágæti móttakandi!
Ég er með hryggikt til margra ára og hef verið í Remicademeðferð í mörg ár. Núna er hlé á henni út af öðrum vandamálum. Mig langar að vita hvort ekki sé slæmt fyrir líkamann að vera stöðugt á ónæmisbælandi lyfjum? Einnig langar mig að vita hvort ekki sé hætta á að Remicde sé krabbameinsvaldandi eftir margra ára notkun?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Remicade og ónæmisbælandi lyf eru eingöngu notuð hjá þeim sem eru með alvarlega sjúkdóma og í þeim tilfellum þar sem einkenni eða afleiðing sjúkdómsins er verri en möguleg önnur áhrif lyfsins. Flestir sem nota ónæmisbælandi lyf þurfa að vera á þeim alla ævi, gott dæmi um það eru líffæraþegar og einstaklingar með ýmsa slæma gigtar og sjálfsónæmissjúkdóma. Aukin tíðni krabbameina er ekki listuð með mögulegum aukaverkunum lyfsins en ég hvet þig til að ræða notkun lyfsins við lækninn þinn og fá betri útskýringar.

Gangi þér vel

Gangi þér vel