Hreyfing á meðgöngu

Ég var að komast að því að ég er ólétt, komin ca 5 vikur á leið. Mig langaði til að spyrja, ég var að byrja á námskeiði í ræktinni og þetta er soldil harka á námskeiðinu. Ég hef ekki stundað líkamsrækt af viti í meira en ár. Er það í lagi að stunda svona mikla líkamsrækt ?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina og til lukku J

Hreyfing á meðgöngu er öllum konum holl en þó er skynsamlegt að fara rólega af stað sérstaklega ef þú hefur ekki hreyft þig lengi.

Mikill rembingur og átök geta haft áhrfi þessar fyrstu vikur meðan fóstrið er að hreiðra um sig. ég sendi þér meðfylgjandi grein þér til frekari fróðleiks.

Bestu kveðjur og gangi þér vel.