Hreyfing

Sæl.
Ég er með beinþynningu í öðru hnénu og fer í liðskipti í haust. Ég hef það samt ágætt en þarf stundum að taka verkjatöflur og stundum geri ég það fyrirbyggjandi. Spurning mín er: Er ég að skemma meira í brjóskinu í hnénu ef ég fer út að ganga ca. 15-20 mín á dag eða er það allt í lagi.
Kær kveðja.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þegar þú ert kominn á biðlista fyrir aðgerð að þá eru næstu mánuðir ekki að fara skemma liðinn neitt að marki. Til þess að hné aðgerðin gangi betur er gott að gera styrktaræfingar fyrir hnéin, því að það flýtir fyrir bata eftir aðgerð. Í göngutúrum þarf að huga að góðum skóbúnaði og leita eftir mýkra undirlagi en malbiki og ganga þá vegalengd sem viðkomandi þolir, reyna að rúlla eftir ilinni og fram í tær en ekki þung högg í hælinn.

Gangi þér vel