Hræðsla / kvíði…

Sæl…mig langar að spyrja,er orðin dálítið kvíðin og mjög vonsvikin yfir heilbrigðiskerfinu okkar 🙁 ..en í des. 2016 fékk ég krabbamein í brjóst,meinið var fjarlægt af mjög færum lækni Þorvaldi (var að reyna að finna föðurnafn en á kvittun stóð bara skurðlæknir) ég fór í geisla í byrjun feb. og var út mánuðinn,þá var mér sagt að ég gæti fundið hita eða óþægindi í brjósti allavega 3-4 vikur eftir geisla,það væri bara eðlilegt…núna 4 mánuðum eftir geisla finn ég stingi í brjósti og stundum meiri hita en í hinu brjóstinu,þetta er eins og bjúg,það eru annaðhvort sinar eða æðir sem blása út og geirvartan er stundum eins og úr plasti 🙁 svo stíf og vond,ég verð stundum þegar ég vakna upp og finn fyrir stingum/verkjum að leggjast á bakið,því brjóstið þolir ekki að ég liggji á hliðinni.. er þetta eðlilegt eftir svona langan tíma ? ég hringdi inná krabbameins deild og ætlaði að tala við krabbameins læknirinn minn,ég hélt að mér væri allveg fylgt eftir…ég heyrði það,en það var víst ekki rétt 🙁 ég fékk viðtal við hjúkrunarfræðing því að Ásgerður krabbameins læknir var svo busy.. hjúkrunarfræðingurinn vildi að ég kæmi morguninn eftir sem ég gerði,ég fékk viðtal við ágætis mann,en held að hann sé læknanemi,því hann varð að hringja í þessa Ásgerði,hann mátti ekkert gera nema með samþykkji sagði hann og…Ásgerður sat á sínum bás og eitt herbergi á milli,það hvarlaði ekki að henni að skoða mig,ég hef dottið í þunglyndi,sem ég hélt að ég gæti ekki..ég er alltaf jákvæð og bjartsýn..:( .en allavega, er það eðlilegt að fá bjúg í brjóst eftir geisla eða uppskurð ? fyrirgefið mér rausið..en varð bara að blása út…mér líður eins og fiski á færibandi 🙁 af hverju að vera að láta fólk vita að það sé með krabbamein ..yfirleitt, eða að konur fari í skoðun ??? meinið fjarlægt svo koma geislar og svo ..mér er shit sama um þig 🙁 allavega líður mér þannig og gæti ekki hugsað mér að hitta þessa konu aftur,en á ég að láta skoða mig af lækni eða er þetta eðlilegt ? með fyrirfram þökk fyrir svarið xxx

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er eðlilegt að finna fyrir sting,dofa og bjúg eftir brjóstaaðgerð og geisla. Bjúgur er ekki óeðlilegur,sérstaklega ef eitlar hafa líka verið fjarlægðir,dofi,stingur og bjúgur getur einnig komið eftir aðgerðina þar sem átt hefur verið við taugar,og vef sem tekur tíma að jafna sig og gróa. Það er mismunandi hversu lengi einkenni geta varað,stundum nokkur ár. Góð fræðsla um aukaverkanir eftir aðgerð og geisla eru á brjostakrabbamein.is og undir“ http://www.brjostakrabbamein.is/bati-endurnyjun/verkir/verkir-af-voldum-krabbameins/verkir-eftir-adgerd/“ er farið nánar í einkenni eftir aðgerð. Krabbameinsfélagið er mjög oft með fyrirlestra um brjóstkrabbamein og hvers má vænta eftir meðferð og hvet ég þig að skrá þig hjá þeim og þá færðu tilkynningu um fræðsluerindi þeirra.

 

Gangi þér vel