Hrædd að hætta á diane mite

Hæhæ byrjaði á pillunni fyrir rúmu ári síðan þar sem ég var byrjuð að gera það með kærastanum mínum (Við erum ennþá saman). Ég er 21 og ákvað að fara á diane mite þar sem ég er búin að eiga erfitt með bólótta húð. En mér finnst eins og mér líði verr andlega á pillunni þó ég sé ekki 100% viss um að það sé vegna hennar.
Mig langar stundum að hætta á pillunni þegar mér líður svona illa andlega. Einnig fæ ég stundum höfuðverk út af pillunni og verður óglatt en ég fékk aldrei neina túrverki áður en ég fór á pilluna.

Það eina sem ég hef áhyggjur af er að fá aftur mjög slæma húð og jafnvel verri húð þar sem ég hef heyrt að það gerist oft hjá stelpum sem hætta á þessari pillu.

Ég hreyfi mig og borða hollt svo það er ekki ástæðan fyrir bólunum.

Hvað get ég gert í þessu máli?? Langar að hætta á henni en langar það ALLS ekki ef bólurnar og slæma húðin kemur aftur.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja nákvæmlega til um þessi mál þar sem þetta er svo persónubundið. Ég myndi ráðleggja þér að prófa þetta og sjá hvað setur en að gera það í samráði við lækni.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur