HPV

Góðan dag,

það eru smá vangaveltur í gangi hjá mér í tengslum við leghálsskrabbamein og HPV veiruna.

Tekið af krabb.is: Leghálskrabbamein.
Talið er að HPV- smit sé alltaf undanfari leghálskrabbmeins. En veirusmit þarf ekki að leiða til leghálskrabbameins. Talið er að fleiri samhliða þættir auki hættu á að fá leghálskrabbamein og hafa reykingar og önnur kynsjúkdómasmit t.d. klamydia ásamt fjölda rekkjunauta verið nefnd í því sambandi. Þó þarf reyndar ekki nema einn rekkjunaut til að smitast.

Hvað ef að báðir aðilar hafa eingöngu stundað kynlíf með hvort öðru og engum öðrum. Er þá ekki HPV veiran í umferð eða hvernig er það eiginlega?

 

Sæl/sæll.

 

Það eru margar undirtegundir HPV,m.a. þær sem valda vörtum á höndum og fótum og flestir smitast einhvern tíma á lífsleiðinni.  Þær tegundir sem geta leitt til leghálskrabbameins(helst type 16,18,31,22,45) smitast nær eingöngu við kynmök( allar tegundir kynmaka) eða snertingu slímhúða. Ef þið hafið hvorugt stundað kynlíf með öðrum ættuð þið að vera nokkuð örugg fyrir þessum undirtegundum HPV. Ef þið eruð undir 25 ára aldri ættuð þið á íhuga bólusetningu gegn HPV.

 

Gangi ykkur vel