HPV

Skiptir það máli hversu lengi einkennin voru að koma fram, er þá líklegra að veiran verði lengur í líkamanum (t.d. ef einkennin komu fram ári eftir smit)
Er hægt að smita án einkenna ? / Er hægt að bera veiruna án þess að hafa einkenni? Er þetta mismunandi eftir kyni?
Hvernig er hægt að greina HPV, getur maður einhvern vegin fullvissað sig að maður beri ekki veiruna
Ef maður er ekki sýktur er þá hægt að bólusetja fyrir því? (en komin yfir tvítugt og byrjuð að stunda kynlíf)

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Hvorki sýking með HPV né óeðlilegar frumubreytingar í leghálsi valda augljósum einkennum: enginn sársauki, engar blæðingar eða annað sem bent gæti til þess að eitthvað gæti verið að. Hægt er að smita án einkenna og bæði kyn smita einkennalaus og með einkennum. Það geta allir látið bólusetja sig en þú þarft að greiða fyrir bóluefnið sjálf, bólusetningin er bara greidd af ríkinu fyrir unglingsstúlkur en á sumum norðurlöndunum eru menn farnir að bólusetja drengi líka.

Gangi þér vel